Kerlingarfjöll og Fjallabak - 4 daga hálendisferð

Þetta er hálendisferð, fjarri sjoppum og söluskálum. Þess vegna þarf hver og einn að hafa með sér nesti til að borða yfir daginn. Morgunverður er innifalinn í gistingunni og kvöldverð er hægt að kaupa í náttstað. Hægt er að undirbúa sig fyrir ferðina og mæta með nesti, en það verður stoppað í búð í Hveragerði að morgni fyrsta dags þar sem fólk getur nestað sig og bætt við því sem gleymdist.